þriðjudagur, desember 18, 2007

Raggi minn kominn til Kína

Jens, norski bekkjarbróðir okkar Raggi og ástralska bekkjarsystir okkar, Peri.

Dögg að fagna því að fá loksins heimabakaða súkkulaðiköku. Allt súkkulaði hér er feik og óætt nefnilega en þetta var ekta súkkulaðibragð sem vakti mikla lukku!

Hutong gatan aftur

Hutong gatan okkar, uppáhalds! Erum oft þarna á litlum kósý kaffihúsum.

Daði og Jens (norski bekkjarbróðir okkar) í sveiflu í partýinu

Emma, í miðjunni, alþjóðafulltrúinn okkar og Peri, ástralska bekkjasystir okkar. Hinn veit ég ekki hver er.

Daði í danssveiflu með skemmtikröftunum í jólapartýinu, vorum öll dregin út á gólf að dansa. Strákunum leist ekkert voða vel á þennan sem var alltaf að segja hvað þeir voru sætir, sem er svo sem ekki slæmt út af fyrir sig, en hann hélt allaf á þessari gúrku sem ég held að þeim hafi ekkert litist á ;-)

Ég og Raggi í jólapartýinu hjá skólanum mínum
Gleði gleði gleði, Raggi minn er loksins kominn til mín í Kína. Er því búin að draga hann um alla borg og sýna honum uppáhaldsstaðina mína. Reyndar var ég í miðjum klíðum að gera ritgerð þegar hann kom svo hann neyddist til að sitja heilan dag með mér á kaffihúsi meðan ég var að læra, en hann fór nú líka aðeins út að versla á meðan og kom heim mörgum haldapokum og gífurlegri reynslu á prútti ríkari. Svo fórum við öll út með Tim kennara og Prófessor Li, sem kenndi kínverska áfangann heima í fyrra, á tehús þar sem farið er alltaf með háttsetta embættismenn, t.d. Kissinger, Bush eldri, Albert Mónakóprins og fleiri. Við sátum við borðið þar sem forsætisráðherra Singapore sat og er kennt við hann. Á þessum stað var spiluð sígild kínversk tónlist og sýnt svokallað shadow play eða skuggaleikrit, sem var mjög skemmtilegt. Fórum svo á kaffihús á eftir í uppáhaldshverfinu okkar sem heitir Houhai. Þangað kom Geir, sem var kennari í HA í fyrra og er núna í forsæti Confuciousar-stofnunarinnar sem verið var að opna heima á Íslandi, eða er verið að fara að opna og var í Beijing í tilefni þess. Hann fór svo með okkur Dögg og Ragga að borða næsta kvöld á eftir sem var mjög gaman þar sem hann hefur kennt sögu kínverskrar menningar lengi og gat sagt okkur margt og mikið um það, bjó líka hérna í Beijing í nokkur ár. Svo það var mjög gaman og áhugavert. Næsta kvöld fórum við með skólanum mínum og öllum kennurunum út að borða á tælenskum veitingastað, fengum jólagjafir og jólasveinahúfur og fleira. Þeir buðu náttúrulega bara okkur erlendu nemendunum með ;-) Svo var tekið gott djamm á eftir. Næsta dag var ég orðin fárveik. Hafði reyndar verið slöpp kvöldið áður og fór snemma heim, en var komin með hita og kvef og er búin að vera rúmliggjandi núna í 3 daga. Greyið Raggi, kominn til Kína og þá leggst ég bara fyrir. Hann sem betur fer er búinn að geta farið í ferðir með Chad og svona svo hann hefur ekki þurft að hanga yfir mér veikri hérna heima. En ég er öll að koma til og ekki á morgun, heldur hinn ætlum við Raggi og Dögg að skella okkur suður á bóginn. Ætlum að fljúga lengst suður og fá okkur hótel á stað sem ég man ekki hvað heitir og taka svo lest hægt og rólega uppeftir aftur og gista hér og þar og stoppa kannski 1-2 daga í nokkrum borgum á leiðinni aftur til Beijing. Allavega er Shanghai einn staður sem við ætlum til og nokkrir bæjir sem liggja þar nálægt. Ekkert planað svo sem, ætlum bara að láta þetta ráðast. Ef við lendum í einhverjum yndislegum stað þá verðum við kannski bara þar allan tímann. En ég mun þá blogga bara langa ferðasögu þegar ég blogga næst. Set hér nokkrar myndir frá síðastliðnum dögum hér í Beijing. Zaidian (bless á kínversku)

2 Comments:

At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vei, en gaman hjá ykkur! Gleðileg jól og góða skemmtun á ferðalaginu! PS. Gúrkumyndin er best!

 
At 12:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku besta Tóta, Raggi og allir hinir ég óska ykkur innilegra geðilegra jóla og spennandi nýtt ár... þ.e ef það er að koma nýtt ár í kína... en hver veit.. sakna tína tótalíus... og sjáumst hressar næsta sumar... kossar og knús harps

 

Skrifa ummæli

<< Home