þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Beijing í dag




Við Dögg sitjum hérna á kaffihúsi og njótum þess að vera til. Keyptum okkur franskt brauð, pönnukökur með sýrópi, jarðaberja smoothie, salat og kaffi og borgðum 200 kall fyrir. Það sprakk á dekkinu á hjólinu hennar Daggar þannig að ég reiddi hana í bæinn á rauða drekanum og það er fátt skemmtilegra en að vera á þessu hjóli, ég er algerlega frjáls eins og fuglinn er, frjáls eins og..... Hér á Lush (kaffihúsinu sem við sitjum á) er fullt af allra þjóða kvikindum. Aðeins þjónarnir eru kínverskir og þannig fáum við tækifæri að tjá okkur á þessum nokkru orðum sem við kunnum á kínversku sem öll tengjast mat. Get til dæmis kallað eftir ábót á kaffibollann og glas af vatni tiltölulega áreynslulaust. Erum líka byrjuð í kínverskukennslu. Kennarinn okkar er lítil stelpa sem heitir Flora og kemur hún heim til okkar og tekur okkur í einkatíma og borgum við henni 20 yen, 160 kall, fyrir klukkutímann. Hún er voða sérstök, tekur svona hopp eins og kanína um alla íbúð, þ.e.a.s. hún hoppar með báðum fótum svona 10 sentimetra upp í loftið á 5 mínútna fresti sem er mjög sérstakt og frekar fyndið. En þetta er allt að koma, erum ekki eins bjargarlaus og fyrst. Hverfið okkar hérna heitir Woudakou og er voða skemmtilegt. Er reyndar svolítið mikið af stórum háhýsum en við reynum þeim mun oftar að fara í uppáhalds Hutong-ið okkar og setjast inn í lítil kósý kaffihús. Hutong-in eru svona pínulítlar götur sem eru í hinum gamla stíl og liggja inn á milli háhýsanna. Þarna eru húsin lág og göturnar þröngar og götusalar út um allt sem selja sætar kartöflur og ávexti af kerrunum sínum. Þarna er uppáhalds kínverski veitingastaðurinn okkar þó ég verði að viðurkenna að mér finnst kínverskur matur ekkert sérstaklega góður. Uppáhalds veitingastaðurinn okkar er hins vegar indverskur og þar borðum við 3 x í viku enda förum við alltaf út að borða, allar máltíðir.


Ég ætla að reyna að muna eftir myndavélinni minni næst þegar ég fer í Hutong-ið svo ég geti sýnt ykkur myndir af því líka, ekki bara túrista stöðunum. En hérna með sendi ég nokkar myndir af Sumar höllinni sem við fórum í, í gær.
Já, ég vildi líka þakka þeim sem hafa commentað á bloggið mitt, ég fann leið til að geta lesið kommentin, fer inn á anonymouse.com og þar kemst ég inn á allar lokaðar síður, en ég get samt ekki kommentað til baka, því miður. Takk Gulla mín fyrir kommentin þín og Víkingur, ég borga ekkert aukalega fyrir skóna þar sem Raggi er að koma í byrjun desember og ég bað hann að koma með tóma tösku og því getur hann tekið með heim 20 kíló af skóm fyrir mig án þess að borga yfirvikt hehe ;-) Ekki bara preatty face kallinn minn!!!!

4 Comments:

At 2:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð eiginlega að fá að skoða þessu sérstöku hopp. Er þetta einhvað í líkingu við Jerry Espersen í Boston Legal?

 
At 8:49 f.h., Blogger Ella said...

hahaha þetta hljómar frekar fyndið. Ég held við ættum að fara að fá svona einkakennara í hindí til að tala við fólkið hérna:) Erum ekki alveg nógu metnaðarfull í þeim efnum.
knus frá indlandinu
ella

 
At 8:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fegin að heyra að þú getir lesið kommentin. Er búin að vera á fullu´að mála sólskálann og flytja Selmu þangað og Sunnu í gamla Selmu herbergi. Tók 3 vikur. Hef ekki komið því í verk að koma mér upp græjum til að geta notað Skype. Fer kannski að drullast til þess núna. Allt gott að frétta annarsog allt við það sama. Við ætlum að fara að bjóða Ragga og Óla í mat í vikunni við mamma. Höfum verið eitthvað svo leiðinleg við hann þegar hann kemur- svo mikið að gera að hann hefur örugglega haldið að við nenntum ekki að tala við hann. Meira seinna. þín stóra syss Sigga

 
At 10:26 f.h., Blogger Unknown said...

Hæ blúndan mín. Mikið ferlega er ég farin að sakna þín :o(
Vona að allt gangi rosalega vel og þú sért að fíla Kína í tætlur ;o)
Vertu svo dugleg við að setja myndir inn á bloggið þitt svo að við klakabúar getum látið okkur dreyma.......
Knús
Birna

 

Skrifa ummæli

<< Home