fimmtudagur, október 25, 2007

Varúð - ógeðsleg saga!!!

Ég heyrði svo ógeðslega sögu í gær að ég fór næstum því að skæla!!! Svo er mál með vexti að í Kína eru hundar herramanns matur. Ég er búin að vera að REYNA að réttlæta þetta í huganum þannig að þeir viti bara ekki af þessu, þetta sé bara eins og með ærnar og kýrnar og allt það en þetta er samt eitt sem ég mun aldrei smakka!! Apaheilar, slöngur eða kóngulær, já takk, allt frekar en hunda. Svo var íslenski strákurinn, sem Daði hitti á Subway-inu, að segja okkur frá því að hann hafi farið í gamla hverfið í Beijing sem er svona í gömlum stíl og sýnir hina fornu hlið borgarinnar. Þar sá hann mann vera að drepa tvo hunda. Hann var í hægindum sínum að skera höfuðið af öðrum hundinum á meðan hinn hundurinn horfði á og skalf á beinunum og ýlfraði. Þvílíkur hryllingur, ég tárast bara við að skrifa þetta. Ég þakka guði fyrir að hafa ekki séð þetta með eigin augum!

1 Comments:

At 7:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja, mannstu ekki eftir I KINA SPISER DE HUNDE?!! Samt ogedsleg saga tho ad thad hafi verid skemmtileg mynd.

 

Skrifa ummæli

<< Home