laugardagur, október 27, 2007

Þrumur og eldingar


Himininn er að springa! Hélt að það væri byrjað stríð, að það væri verið að varpa sprengjum á Beijing. En komst svo að því mér til mikils léttis að það eru bara þrumur og eldingar og þá er ég að tala um þrumur og eldingar. Hávaðinn er svo mikill að ég get ekki sofnað, og af og til birtir í herberginu hjá mér líkt og sé dagur. Þetta er rosalegt. Erum búin að sitja úti í glugga og horfa á ósköpin og það rignir líka eins og hellt sé úr fötu. Það lítur út fyrir að ætla að verða mengunarlaus dagur á morgun sem betur fer. Hlakka til að sjá bláan himin á ný.

Annars var ég að útskrifast úr heimspekinni í dag en hélt nú reyndar ekki upp á það. Fór ekki einu sinni út að borða. Erum að gera frekar strembið verkefni í mannréttindalögfræðiáfanganum sem við erum að taka í fjarnámi frá HA svo dagurinn fór bara í það. Ætlaði að fara snemma að sofa og vakna snemma á morgun til að læra en veðrið er ekki að taka tillit til mín.

1 Comments:

At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með heimspekiprófið.

mbk,
Steinþór

 

Skrifa ummæli

<< Home