föstudagur, október 26, 2007

Frétt í Mogganum í dag!


,,Erlent AFP 26.10.2007 6:33
Mengun og þoka lama Peking
Börn og eldra fólk í Peking er ráðlagt að halda sig innandyra þar sem þykkt mengunarský hangir yfir borginni í dag. Síðast í gær varaði háttsettur embættismaður ólympíunefndarinnar við því að mengun gæti truflað leikana sem haldnir verða á næsta ári. Mengunin er svo mikil í borginni í dag að talin er hætta á því að öldungar og börn geti veikst af öndunarfærasjúkdómum fari þeir út."

Ég er sem betur fer búin að vera inni í dag að læra en tók einmitt eftir því að ég sá í blokkina á móti okkur en ekki í blokkina þar fyrir aftan. Ógeðslega grár dagur. Daði og Hrafnhildur voru að hjóla úti í dag og voru að tala um að þau væru með pirring í hálsinum og hósta. Beijing er ein af 10 menguðustu borgum í heimi svo maður bjóst svo sem alveg við þessu.
Myndin er N.B. ekki frá því í dag. Er tekin í Fornboðnu Borginni (Forbidden City) í miðbæ Beijing.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home