BA ritgerð á nóinu

Ég komst að því, mér til ómældrar ánægju, núna á mánudaginn að ég myndi ekki fá námslán í vetur. Ástæðan var fimm ára regla LÍN og þar sem ég var búin með 3 ár í heimspeki og tvö ár í lögfræði var kvótinn minn fullur. Undantekningin á reglunni var þó sú að ég væri búin með gráðuna mína í heimspeki. Tóta litla fór í algeran panik, hringdi í LÍN og Háskóla Íslands til skiptis og komst að því að Háskólinn útskrifar nemendur um miðjan október. Einkunn fyrir ritgerð yrði hins vegar að vera búin að berast fyrir þann þriðja. Ég hringdi í fyrrum kennara minn í lögfræðinni sem er nú að kenna við heimspekideildina og hann af yndisleik sínum tók að sér að lesa yfir ritgerðina mína á svona stuttum tíma. Skrifstofa skólans ákvað líka að leyfa mér að skrá mig í BA-ritgerð og útskrift þó ég væri orðin eilítið of sein. Eina vandamálið var að ég var ekki búin með BA ritgerðina sem ég byrjaði á fyrir 3 árum síðan. Tók mig þó á, settist niður í tvo sólarhringa og rumpaði af fyrstu drögum ritgerðarinnar, 24 blaðsíðum. Er búin að senda leiðbeinadanum ritgerðina og þarf líklega að leiðrétta eitthvað of fiffa þegar hann sendir hana til baka. Vonandi reddast þetta allt saman en ég verð þó ekki í rónni fyrr en ég er útskrifuð.
Ritgerðina kláraði ég í nótt og nú er ég sveitt að pakka niður fyrir Kína. Við Raggi og Ronja erum að fara að keyra suður í kvöld þar sem ég þarf að sækja vegabréfsáritunina mína í kínverska sendiráðið fyrir hádegi á morgun. Líklega næ ég að kasta þó kveðju á fjölskyldu mín hér fyrir norðan en hún er ekki búin að sjá mikið af mér vegna ritgerðaskrifanna. Allt í kaos skal ég ykkur segja. Kem og kveð ykkur fyrir sunnan um helgina og svo er það Kína baby á mánudagsmorgun. Læt hér fylgja mynd af okkur Ragga frá því að ég varð 10 ára stúdent fyrr í sumar.