sunnudagur, september 16, 2007

Kína eftir 8 daga


Jæja, mér sýnist bloggið mitt eitthvað aftur vera farið að virka svo nú ætla ég að leggja í það að skrifa eitthvað og vona að það neiti svo ekki að publisha það eins og er búið að gerast síðastliðin skipti.

Ég er sum sé að koma suður næstu helgi og fer með Daða út á mánudagsmorgun. Við byrjum á því að fljúga til London þar sem við stoppum í rúma átta tíma. Þaðan höldum við svo áfram til Beijing, með millilendingu í nokkra tíma í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, nánar tiltekið í Dubai. Svo lendum við í Beijing um 23:oo og það verður víst einhver sem tekur á móti okkur. Líklegast gistum við á hóteli fyrstu nóttina en svo fáum við einhvern dvalarstað þar til við finnum okkur íbúð. Erum búin að vera að skoða íbúðir á leigu og höfum fundið fínar íbúðir, með húsgögnum, 3 svefnherbergjum og stofu og 24 hour hot water!!!! á svona 40-60 þús kall á mánuði svo þetta verður fínt. Dögg kemur svo 2 vikum síðar þar sem hún er að fá gest frá Sviss og kemur eftir að hann er farinn. Hrafnhildur, kærastan hans Daða, ætlar að koma með henni og vera hjá okkur í nokkrar vikur og svo kemur Raggi út í byrjun desember og verður alveg í mánuð.

Við erum búin að vera í þvílíkum bólusetningum fyrir þessa ferð, búin að eyða um 40.000 kalli í sprautur, læknaheimsóknir og ég veit ekki hvað. Þurftum að fara í algera heilbrigðisskoðun til að fá Kínverskt landvistarleyfi, við þurftum að hafa hjartalínurit, lungnamynd,fórum í tékk á HIV, Syfilis og gjörsamlega rannsökuð í bak og fyrir. En þetta er allt búið þannig nú er þetta allt í vinnslu hjá kínverska sendiráðinu.

Þar sem bloggið mitt er líklega komið í lag reyni ég að blogga töluvert þarna úti og set inn myndir. Verð líka örugglega eitthvað með myndir inn á myspace.com/hyrna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home