miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Skólamál



Nú er nóg að gera hjá okkur í Kína. Erum að taka einn kúrs í lögfræðinni heima (EU- law) og vorum að klára einn hérna í Kína (Company law) og erum í einum kúrsi núna í Kína (Human Rights law in China). Nema hvað að verkefnin úr öllum þessum kúrsum lentu á sömu fjóru dögunum. Það bíða okkur því tvær ritgerðir, tvö próf og ein fyrirlestur sem við þurfum að halda fyrir bekkinn, allt á fórum dögum. Fengum reyndar sem betur fer frest á eina ritgerðina svo það er ekki alveg jafn mikið stress, en það er sum sé nóg að gera. Tim Murphy, prófessorinn okkar frá HA, er í Beijing núna og fórum við með honum út að borða í gærkvöldi og ætlum með honum í smá skoðunarferð á föstudaginn. Mjög gaman að hitta einhvern að heiman.


Annars er allt gott að frétta, það er farið að kólna svolítið hérna í Beijing og búist við snjókomu á næstu tveimur vikum. En mesta hlökkunarefni mitt er að elskan mín hann Raggi er að koma eftir rúma 11daga og verður hjá mér í mánuð tæpan. Ronja verður á hundahóteli á meðan. Fín tímasetning þar sem hún var að byrja aftur á túr og gott að leyfa henni að blæða á eithvað annað gólf en gólfið á Grænhóli.


Svona á meðan ég man þá sagði Chad okkur svo fyndinn brandara um daginn og ég verð að setja hann hérna inn. OK, hann er kannski ekkert það fyndinn en ég grét samt úr hlátri í klukkutíma. En allavega: (og já hann er á ensku, sorry mamma).


How do you catch a polar bear?

First you make a hole in the ice. Then you put peas (baunir) all around the hole. And when a polar bear comes to take a pea, you kick him in the icehole!!!


Tíhíhíhíhíhí.


En já Sigga. Við Raggi erum einmitt búin að vera að bölva ykkur stórkostlega fyrir bæði að vera svona leiðinleg við hann og fyrir að HRINGJA ALDREI Í MIG!!!!!!! Nei, nei, smá grín, erum ekkert búin að bölva ykkur og ég efast um að Ragga hafi fundist þið nokkuð afundin. En þú mátt skila til hennar móður minnar ástkæru, ylhýru að hún megi nú alveg eyða nokkrum krónum og hringja í dóttur sína, þ.e. mig, svona eins og eitt símtal. Ég var búin að senda henni símanúmerið mitt hér í Kína. Hún getur beðið Ragga að hjálpa sér að finna kóðann fyrir Beijing, annars minnir mig að það sé +86. Svo getur hún keypt svona Atlas-kort og þá hringir hún mjög ódýrt til mín. En hún getur líka beðið Ragga að hjálpa sér með það og kaupa það fyrir sig. Svo ætlar Raggi að koma með myndavélina og heyrnartólin fyrir Skype til ykkar þegar hann kemur út til mín. Þá getum við nú aldeilis verið í bandi.
Og Birna mín, ég skal setja inn FULLT af myndum, sakna þín alveg rosalega líka rósin mín ;-)
En jæja, over and out frá Kína, góðar stundir.

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Beijing í dag




Við Dögg sitjum hérna á kaffihúsi og njótum þess að vera til. Keyptum okkur franskt brauð, pönnukökur með sýrópi, jarðaberja smoothie, salat og kaffi og borgðum 200 kall fyrir. Það sprakk á dekkinu á hjólinu hennar Daggar þannig að ég reiddi hana í bæinn á rauða drekanum og það er fátt skemmtilegra en að vera á þessu hjóli, ég er algerlega frjáls eins og fuglinn er, frjáls eins og..... Hér á Lush (kaffihúsinu sem við sitjum á) er fullt af allra þjóða kvikindum. Aðeins þjónarnir eru kínverskir og þannig fáum við tækifæri að tjá okkur á þessum nokkru orðum sem við kunnum á kínversku sem öll tengjast mat. Get til dæmis kallað eftir ábót á kaffibollann og glas af vatni tiltölulega áreynslulaust. Erum líka byrjuð í kínverskukennslu. Kennarinn okkar er lítil stelpa sem heitir Flora og kemur hún heim til okkar og tekur okkur í einkatíma og borgum við henni 20 yen, 160 kall, fyrir klukkutímann. Hún er voða sérstök, tekur svona hopp eins og kanína um alla íbúð, þ.e.a.s. hún hoppar með báðum fótum svona 10 sentimetra upp í loftið á 5 mínútna fresti sem er mjög sérstakt og frekar fyndið. En þetta er allt að koma, erum ekki eins bjargarlaus og fyrst. Hverfið okkar hérna heitir Woudakou og er voða skemmtilegt. Er reyndar svolítið mikið af stórum háhýsum en við reynum þeim mun oftar að fara í uppáhalds Hutong-ið okkar og setjast inn í lítil kósý kaffihús. Hutong-in eru svona pínulítlar götur sem eru í hinum gamla stíl og liggja inn á milli háhýsanna. Þarna eru húsin lág og göturnar þröngar og götusalar út um allt sem selja sætar kartöflur og ávexti af kerrunum sínum. Þarna er uppáhalds kínverski veitingastaðurinn okkar þó ég verði að viðurkenna að mér finnst kínverskur matur ekkert sérstaklega góður. Uppáhalds veitingastaðurinn okkar er hins vegar indverskur og þar borðum við 3 x í viku enda förum við alltaf út að borða, allar máltíðir.


Ég ætla að reyna að muna eftir myndavélinni minni næst þegar ég fer í Hutong-ið svo ég geti sýnt ykkur myndir af því líka, ekki bara túrista stöðunum. En hérna með sendi ég nokkar myndir af Sumar höllinni sem við fórum í, í gær.
Já, ég vildi líka þakka þeim sem hafa commentað á bloggið mitt, ég fann leið til að geta lesið kommentin, fer inn á anonymouse.com og þar kemst ég inn á allar lokaðar síður, en ég get samt ekki kommentað til baka, því miður. Takk Gulla mín fyrir kommentin þín og Víkingur, ég borga ekkert aukalega fyrir skóna þar sem Raggi er að koma í byrjun desember og ég bað hann að koma með tóma tösku og því getur hann tekið með heim 20 kíló af skóm fyrir mig án þess að borga yfirvikt hehe ;-) Ekki bara preatty face kallinn minn!!!!

mánudagur, nóvember 19, 2007

Sumarhöllin



































































Fórum í dag, ég, Daði, Dögg og Chad, í Sumarhöllina sem er ekki langt frá þar sem við búum. Er alveg æðislega fallegt og fengum sólríkan dag og mengunarlausan svo það var mjög fínt. Set hérna nokkrar myndir af þeirri ferð.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Svefnleysi







Við hérna í Kínabæ erum alveg búin að snúa við sólarhringnum sitt á hvað. Vöknum yfirleitt rétt eftir hádegi og erum bara í rugli með að reyna að snúa þessu á réttan veg. Málið er hins vegar að þegar maður er andvaka getur maður ómögulega lært. Ég er því farin að fikta í ljósmyndunum mínum á næturnar og set hérna myndir af okkur fjölskyldumeðlimunum sem ég var að dúlla mér við í nótt. Er btw. nýji fíni bolurinn minn sem ég er í. Keypti mér líka þrenn pör af skóm um daginn, hvert par á kannski ca 750 kall, ógeðslega flotta samt. Alveg ekta feik Converse skó þar á meðal ;-)

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

In the on the road


Það er svo gaman að skoða þýðingar í Kína frá kínversku yfir á ensku. Ekki það að Kínverjar eru milljón sinnum betri í ensku en ég í kínversku og ég er ekki að setja út á hvað þeir eru góðir í að reyna að tala og þýða hluti yfir á ensku en stundum verður þýðingin mjög fyndin. Daði keypti sér kveikjara um daginn og við erum öll svolítið óviss um hvað enski textinn á að þýða. Hann er svona:


In the on the road'
S REVOLUTION
This is a revolution for
in the on the road,
although the body have
already depart this lifed.
But the road that their
spirit is still come forward
the line in the revolution.


Það er kannski einhver mjög heimspekilega þenkjandi sem skilur þetta ;-)

Hjóli hjóli


Halú. Var að kaupa mér svona líka fínt rafmagnshjól hérna í Kína. Er að hugsa um að skíra það RAUÐA DREKANN :-) En það gengur sum sé fyrir rafmagni og það heyrist ekki neitt í því en það er yndislegt að bruna um götur Beijing á þessu tæki. Þarf ekkert að stíga á pedalana, nema það verði rafmagnslaust, og sit því bara og líð áfram í draumi. Reyndar er ég næstum búin að drepast svona 50 sinnum þar sem umferðin hérna er geðveiki. En ég fer bara næstu daga og kaupi mér hjálm. Er búin að rúnta á því í nokkra daga núna og fyrsta rafmagnsljósið af 5 er ekki einu sinni slökknað. Svo tek ég bara rafgeymirinn inn og sting honum í samband og hleð það yfir nóttina þegar hann er að verða tómur. Svo get ég líka hjólað með pedulunum og þá hleð ég líka geyminn. En maður kemst ekkert voða hratt, jafnhratt og ef maður hjólar á fullu. Kostaði 14.500 kall svo ég ætla að reyna að koma með það heim, senda með skipi eða e-ð. Ef ég get það ekki þá barasta sel ég það á aðeins minni pening. En þetta er snilld, skil ekki að einhver hafi ekki keypt 100 stk og selt þau heima. Væri góður business. Tek það kannski bara að mér sjálf.
Já og svo er sæti aftaná eins og þið sjáið svo þegar Raggi kemur til Kína get ég reitt hann aftan á hahahahaha :-)