föstudagur, desember 28, 2007

Myndbönd frá ferðinni.

Ég ætla að prófa að setja inn nokkur myndbönd frá ferðinni, vonandi tekst þetta :-) Ég bæti svo við jafnóðum, þetta er svolítinn tíma að hlaðast.

Hér erum við að koma úr hellaferðinni á bátnum.

Á leiðinni frá Long Gong hellunum, rosa niðurnídd hús.

3 Comments:

At 10:51 e.h., Blogger toti said...

Hallo hallo!!
skemmtilegt hjá ykkur!
þið fáið síðbúnar jólakveðjur og bestu nýárskveðjur héðan; skemmtið ykkur áfram og knúsið hvert annað vel.
ég verð að segja það að ég skil ekkert af hverju maður er ekki búinn að skella sér í heimsókn til Kína..svona er maður vitlaus. jæja, sjáum hvað gerist á nýju ári.
bravo!

 
At 5:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Tóta mín og Raggi og gleðilegt ár. Rosalega held ég sé gaman hjá ykkur. Vil nú aðeins segja að þú varst nú ekki alveg gleymda barnið hérna um jólin. Það var eins og þú þekkir brjálað að gera alveg fram á aðfangadag. Eftir hádegi þagar allt var tilbúið spurði ég hvort við ættum ekki að hringja í Tóta þá sagði mamma það það væri ekki hægt því þið væruð í tveggja vikna ferðalagi og ekki í neinu sambandi. Ég sendi nú samt sms sem þið gætuð þó lesið seinna og séð að þið væruð ekki gleymd. Svo er ég alltaf að biðja Selmu að tengja Skypið en hún er svo upptekin unglingurinn. reyndi að hringja í þig í gær, nýjársdag, með Atlas kortinu hennar mömmu en það tókst ekki. Svo þú sérð að þú ert ekki alveg gleymd. Annars voru jólin fín hjá okkur,svolítið öðruvísi því við föttuðum 10 mín. fyrir 6 að við höfðum gleymt súpunni og áttum ekki einu sinni efnið í hana. Með því að leggja saman náðum við að gera einhverskonar naglasúpu sem líktist mest sveppasúpu. Pétur kveikti líka á rás2 í stað gufunnar þannig að við misstum af bjöllunum- Selma var sérstaklega svekkt. Annars var þetta mjög hefðbundið og venjulegt. Á gamlársdag fór rafmagnið af húsinu rétt fyrir 6 og var Pétur nokkra stund að redda því og var steikin orðin köld í ofninum. Hann reyndi að ljúga í okkur að það væri ekki hægtr að redda þessu og við þyrftum að fara út á Grænhól og elda en svo var nú ekki. Við horfðum svo á blisin héðan úr Borgarsíðunni en við löbbuðum upp á hólinn hérna uppfrá sem er við girðinguna á Mýrarlónstúninu og sáum mjög vel þaðan, betur en frá Grænhóli, vorum nær og aðeins hærra upp. Máni litli er með hlaupabólu og svolítið veikur þannig að hann missti dálítið af öllu, enda í lagi, hann er svoddan dúfuhjarta, skíthræddur við sprengjurnar. Jæja þið elskurnar, ætla um helgina að reyna að komast á Skypið og spjalla við ykkur. Það er ekki spurning. Þangað til -bless bless og hafið það gott og Raggi, góða ferð heim.

Sigga

 
At 5:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Aftur,
Ég sendi hitt bloggið á nýjársdag og tók sem betur fer afrit af því. Var að taka eftir því nuna áðan að það hafði ekki farið. Sendi þér því 5 daga gamalt comment.

kv.

Sigga

 

Skrifa ummæli

<< Home