miðvikudagur, nóvember 14, 2007

SvefnleysiVið hérna í Kínabæ erum alveg búin að snúa við sólarhringnum sitt á hvað. Vöknum yfirleitt rétt eftir hádegi og erum bara í rugli með að reyna að snúa þessu á réttan veg. Málið er hins vegar að þegar maður er andvaka getur maður ómögulega lært. Ég er því farin að fikta í ljósmyndunum mínum á næturnar og set hérna myndir af okkur fjölskyldumeðlimunum sem ég var að dúlla mér við í nótt. Er btw. nýji fíni bolurinn minn sem ég er í. Keypti mér líka þrenn pör af skóm um daginn, hvert par á kannski ca 750 kall, ógeðslega flotta samt. Alveg ekta feik Converse skó þar á meðal ;-)

2 Comments:

At 10:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þetta eru ekkert smá kúl myndir af ykkur, fögur fjölskylda þarna á ferð. Og æðislegur bolur!

 
At 7:38 e.h., Blogger Víkingur said...

Bætist ekki einhver heimsendingarkostnaður ofan á þessi skópör, svona þegar þar að kemur ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home