sunnudagur, október 14, 2007

Kínafréttir


Ni hao. Héðan er allt gott að frétta. Eitt vesen þó, ég get skrifað blogg, en ég get ekki opnað það og lesið sjálf. Já já, blessaðir Kínverjarnir búnir að loka á allar síður held ég sem innihalda orðið blogg en einhverra hluta vegna get ég komist inn á það og skrifað en ég get ómögulega farið og skoðað það sem ég skrifaði og ekki heldur lesið nein komment. En endilega kommentiði, það verður gaman að skoða það þegar ég kem heim eftir 7 mánuði :) Svo kemst ég inn á myspace síðuna mína, en ég get ekki farið og bloggað þar, þá er allt lok lok og læs. En allavega, þið getið sent mér skilaboð á myspace ef þið viljið koma einhverju áleiðis.

Við erum sum sé búin að redda skólamálum hér í Beijing, komin í réttan skóla, búin að skrá okkur hjá lögreglunni og svona svo þetta er allt að koma. Svo ætluðum við að framlengja dvalarleyfið og biðum í útlendingastofnuninni eða hvað það nú heitir í lengstu röð lífs míns (kaffibarsröðin er bara pís of keik). Svo var komið að okkur þá var okkur tilkynnt að við ættum eftir að fara til læknis og láta staðfesta heilbrigðisvottorðið okkar sem við komum með frá Íslandi. Við máttum því bara hunskast heim eftir 5 tíma vesen og förum núna á mánudagsmorgun á sjúkrahús að láta staðfesta vottorðið og svo bara aftur í röð!! Frekar leiðinlegt allt saman, en vonandi klárast þetta loks á morgun. Við erum að taka núna kúrs líka í fjarkennslu frá Háskólanum á Akureyri sem er fínt þar sem við byrjum ekki í skólanum okkar hér fyrr en 25 október. Komumst nefnilega að því þegar við vorum komin í réttan skóla hér að fyrsti kúrsinn er sami kúrsinn og kenndur var á öðru ári heima í HA (þá kom einmitt skiptikennari frá Kína til Akureyrar og kenndi þann kúrs og það er sami maður og er að kenna þennan kúrs hér). Svo við höfum ekkert að gera með að taka hann aftur (enda fékk ég 10 í honum heima ;-p). Í raun hefðum við því allt eins getað komið mánuði seinna hingað til Beijing en við gerðum og tekið fleiri kúrsa heima. En þetta er fínt, komin með fína íbúð og svona og gott að vera búin að klára þetta vesen allt sem við lentum í 7-9-13. En það er samt slæmt að hafa svona lítið skipulag á þessu. Hefði til að mynda verið mjög gott að fá stundartöfluna og svona strax svo við hefðum getað pantað flug heim um leið og við pöntuðum flugið út fyrir örlítið meiri pening. En í staðinn þurfum við að kaupa 2 stk one way ticket á miklu meiri pening. Óþolandi skipulagsleysi!!!!
P.s. sendi mynd af mér við uppáhaldsiðjuna mína...að borða með prjónum. Held ég borði bara svona framvegis, miklu betra!!!

En jæja, nú vill loksins einhver tala við mig á Skype svo bæ á meðan!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home