miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Skólamál



Nú er nóg að gera hjá okkur í Kína. Erum að taka einn kúrs í lögfræðinni heima (EU- law) og vorum að klára einn hérna í Kína (Company law) og erum í einum kúrsi núna í Kína (Human Rights law in China). Nema hvað að verkefnin úr öllum þessum kúrsum lentu á sömu fjóru dögunum. Það bíða okkur því tvær ritgerðir, tvö próf og ein fyrirlestur sem við þurfum að halda fyrir bekkinn, allt á fórum dögum. Fengum reyndar sem betur fer frest á eina ritgerðina svo það er ekki alveg jafn mikið stress, en það er sum sé nóg að gera. Tim Murphy, prófessorinn okkar frá HA, er í Beijing núna og fórum við með honum út að borða í gærkvöldi og ætlum með honum í smá skoðunarferð á föstudaginn. Mjög gaman að hitta einhvern að heiman.


Annars er allt gott að frétta, það er farið að kólna svolítið hérna í Beijing og búist við snjókomu á næstu tveimur vikum. En mesta hlökkunarefni mitt er að elskan mín hann Raggi er að koma eftir rúma 11daga og verður hjá mér í mánuð tæpan. Ronja verður á hundahóteli á meðan. Fín tímasetning þar sem hún var að byrja aftur á túr og gott að leyfa henni að blæða á eithvað annað gólf en gólfið á Grænhóli.


Svona á meðan ég man þá sagði Chad okkur svo fyndinn brandara um daginn og ég verð að setja hann hérna inn. OK, hann er kannski ekkert það fyndinn en ég grét samt úr hlátri í klukkutíma. En allavega: (og já hann er á ensku, sorry mamma).


How do you catch a polar bear?

First you make a hole in the ice. Then you put peas (baunir) all around the hole. And when a polar bear comes to take a pea, you kick him in the icehole!!!


Tíhíhíhíhíhí.


En já Sigga. Við Raggi erum einmitt búin að vera að bölva ykkur stórkostlega fyrir bæði að vera svona leiðinleg við hann og fyrir að HRINGJA ALDREI Í MIG!!!!!!! Nei, nei, smá grín, erum ekkert búin að bölva ykkur og ég efast um að Ragga hafi fundist þið nokkuð afundin. En þú mátt skila til hennar móður minnar ástkæru, ylhýru að hún megi nú alveg eyða nokkrum krónum og hringja í dóttur sína, þ.e. mig, svona eins og eitt símtal. Ég var búin að senda henni símanúmerið mitt hér í Kína. Hún getur beðið Ragga að hjálpa sér að finna kóðann fyrir Beijing, annars minnir mig að það sé +86. Svo getur hún keypt svona Atlas-kort og þá hringir hún mjög ódýrt til mín. En hún getur líka beðið Ragga að hjálpa sér með það og kaupa það fyrir sig. Svo ætlar Raggi að koma með myndavélina og heyrnartólin fyrir Skype til ykkar þegar hann kemur út til mín. Þá getum við nú aldeilis verið í bandi.
Og Birna mín, ég skal setja inn FULLT af myndum, sakna þín alveg rosalega líka rósin mín ;-)
En jæja, over and out frá Kína, góðar stundir.

1 Comments:

At 12:04 e.h., Blogger Hættulega viðkunnanlegur said...

Sæl vinkona,

Gaman að fylgjast með úr fjarlægð...

Bestu kveðjur,
JSJ

 

Skrifa ummæli

<< Home