þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Hjóli hjóli


Halú. Var að kaupa mér svona líka fínt rafmagnshjól hérna í Kína. Er að hugsa um að skíra það RAUÐA DREKANN :-) En það gengur sum sé fyrir rafmagni og það heyrist ekki neitt í því en það er yndislegt að bruna um götur Beijing á þessu tæki. Þarf ekkert að stíga á pedalana, nema það verði rafmagnslaust, og sit því bara og líð áfram í draumi. Reyndar er ég næstum búin að drepast svona 50 sinnum þar sem umferðin hérna er geðveiki. En ég fer bara næstu daga og kaupi mér hjálm. Er búin að rúnta á því í nokkra daga núna og fyrsta rafmagnsljósið af 5 er ekki einu sinni slökknað. Svo tek ég bara rafgeymirinn inn og sting honum í samband og hleð það yfir nóttina þegar hann er að verða tómur. Svo get ég líka hjólað með pedulunum og þá hleð ég líka geyminn. En maður kemst ekkert voða hratt, jafnhratt og ef maður hjólar á fullu. Kostaði 14.500 kall svo ég ætla að reyna að koma með það heim, senda með skipi eða e-ð. Ef ég get það ekki þá barasta sel ég það á aðeins minni pening. En þetta er snilld, skil ekki að einhver hafi ekki keypt 100 stk og selt þau heima. Væri góður business. Tek það kannski bara að mér sjálf.
Já og svo er sæti aftaná eins og þið sjáið svo þegar Raggi kemur til Kína get ég reitt hann aftan á hahahahaha :-)

1 Comments:

At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

VA, mig langar i svona!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home