mánudagur, júlí 03, 2006


Ronja í hálsakotinu hjá mömmu sinni ;-)


Rags og Ronja


Ronja et moi

Fröken Ronja Ræningjadóttir

Heil og sæl. Þá erum við Raggi búin að kaupa okkur einn lítinn hvolp. Þetta er hreinræktuð Boxer tík og erum við búin að eiga hana í viku. Við erum því búin að vera í viku að ala litla skinnið upp en hún pissar enn pínu inni ef við pössum okkur ekki að fara með hana út á réttum tíma. Ég er nú samt ekki góð í þessu núna þar sem ég fékk hrikalegt þursabit í síðustu viku og er búin að liggja í verkjatöflum og bólgueyðandi í viku. Ég er þó búin að pína mig til að skakklappast út að labba með hundinn með tilheyrandi sársauka en enn er það Raggi sem sér um allt svoleiðis þar til ég er búin að ná mér. Við erum svo að flytja út á Grænhól í þessari viku og þá verður auðveldara að fara með hana út. Hún fær að sofa uppí á meðan við erum hér í Smárahlíðinni því annars vælir hún út í eitt á næturna og við viljum nú ekki að hún vekji alla í blokkinni en við venjum hana af því um leið og við komum út í Grænhól. Henni finnst best að liggja í hálsakotinu á okkur eins og sést á myndunum sem ég ætla að setja hingað inn á eftir. Foreldrar Ragga voru í heimsókn um helgina og systur hans komu líka. Það var því mikið fjör þó að ég væri hálf ónýt og bæri mig illa enda kengbogin í bakinu. Fór í sneiðmyndatöku og er sem betur fer ekki með brjósklos en það var mikil bólga eða eins og Raggi orðaði það: ,,það stendur bara fjall upp úr bakinu á þér". En ég er öll að koma til og ætla að pína mig í vinnu á morgun enda komin með gífurlegan móral á þessu öllu saman. Við Raggi erum svo að fara næstu helgi í Lónskot á ættarmót fjölskyldu minnar. Hlakka gífurlega til!!! En nú ætla ég að skella inn myndum af fröken Ronju ræningjadóttur. Njótið vel gott fólk!