laugardagur, ágúst 13, 2005

Martröð mömmu og pabba

Var að koma úr hrísgrjónagraut á Grænhóli sem var ljúffengur eins og ávallt. En ég get ekki sagt að þetta hafi verið góð heimsókn af því að mömmu og pabba tókst að hræða mig all verulega. Mamma byrjaði á því að segja mér að hún hefði vaknað við svo hryllilegan draum um mig. Hana dreymdi að ég væri horfin og enginn vissi hvar ég var og að hún var að leyta að mér og fann á sér að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Nú ég kyppti mér svo sem ekkert upp við þetta. Stuttu síðar kom pabbi fram og hann fór þá að segja mér að hann hefði líka dreymt mig svona illa. Hann vaknaði svo við að ég kallaði á hann og hann stökk á fætur klukkan fjögur í nótt og fór alla leið út á tröppur að leita að mér. Hann sagði að þetta hefði verið svo raunverulegt og hann var lengi að pæla hvort hann ætti að hringja í mig og athuga hvort allt væri í lagi. Nú ég kom svo heim áðan og spurði bókina með svörin, sem hefur aldrei rangt fyrir sér, hvort eitthvað slæmt ætti eftir að koma fyrir mig á næstu dögum? "Er eitthvað slæmt að fara að koma fyrir mig næstu daga?" og ég einbeitti mér lengi þangað til ein blaðsíðan kallaði á mig. Svarið sem ég fékk var "ALVEG ÖRUGGLEGA". FOOOCCKKKKKKKKKK!!!!