mánudagur, janúar 14, 2008

Komin heim


Halló gott fólk, jæja þá er ég komin heim til Íslands á ný. Ákvað að stytta dvöl mína og vera bara fyrri önnina og taka þá síðari bara heima á Akureyri og er voða glöð að vera komin heim, var búin að gleyma hvað er gott að anda að sér hreinu lofti. En þetta var frábær tími, hefði viljað vera lengur ef þeir hefðu ekki bara skellt á okkur tveggja mánaða fríi. Skólinn átti sum sé að byrja aftur í lok febrúar. Þannig að ég ákvað að koma bara heim og vinna í BA ritgerðinni minni sem ég hefði ekki beint getað gert úti með allar þessar lokuðu heimasíður og ekki rík bókasöfn með bókum um vændi, sem er umfjöllunarefni BA ritgerðarinnar minnar. En allavega, ég kom heim á afmælisdaginn minn og við fórum norður og komum öllum á óvart. Mamma þurfti að líta á mig 3 sinnum áður en hún fattaði og missti kjálkann niður á gólf. En þetta er yndislegt, hélt smá afmælisveislu fyrir fjölskylduna í gær sem var mjög gaman. En ég er sum sé orðin þrítug. Ég þakka öllum sem sendu mér kveðjur, veit að sumir reyndu að ná í mig í símann sem er ekki hægt ennþá, á eftir að láta opna íslenska númerið, er bara með það kínverska. Koss og knús til ykkar allra.

mánudagur, janúar 07, 2008

Bei Hai Park

Fórum í Bei Hai Park í Beijing, mjög fallegt en samt engin Summer Palace.


Níu dreka veggurinn í Bei Hai ParkLama Temple með Ragga og Chad

Fórum í Lama Temple fyrir nokkrum dögum sem er stærsta Buddah hofið í Beijing. Nokkrar myndir að vanda.

Farið í bollanuddÉg og Dögg fórum í fótanudd í gær og fórum eftir á í nokkuð sem heitir Cupping. Þá leggst maður á bakið og komið er með skálar og loga. Svo er loganum smellt inn í glösin og loftið tæmt og svo er því skellt á bakið á manni og þá virkar þetta eins og sogskálar. Nema hvað maður endar með 16 sogbletti á bakinu. Á að vera voða hreinsandi og gott. Set hérna voða skemmtilega og girnilega mynd með.

föstudagur, desember 28, 2007

Myndbönd frá ferðinni.

Ég ætla að prófa að setja inn nokkur myndbönd frá ferðinni, vonandi tekst þetta :-) Ég bæti svo við jafnóðum, þetta er svolítinn tíma að hlaðast.

Hér erum við að koma úr hellaferðinni á bátnum.

Á leiðinni frá Long Gong hellunum, rosa niðurnídd hús.

Ferðalag suður á bóginn

Þá er vikuferðalagi okkar Ragga og Daggar um suður og mið Kína lokið og við Raggi komum heim til Beijing í morgun. Ég vil nú bara byrja á því að óska fólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs þótt seint sé. Við vorum því miður ekki í miklu internet sambandi þennan tíma þannig að við gátum því miður ekki sent jólakveðjur fyrir jól eins og venjan er hmmm. Ég er líka bara með kínverskt símakort þannig að við gátum ekki hringt heldur svo við erum fullkomlega afsökuð að hafa ekki heyrt í neinum. Við sjálf eyddum jólunum þ.e. aðfangadagskvöldi og jóladegi í 27 tíma lestarferð frá Guiyang ti Xi'an sem var ca. 300 ára gömul kolalest sem lyktaði eins og blanda af hlandi, skít og olíu. En það var algert ævintýri og ég hefði ekki viljað skipta á því og hinum hefðbundnu jólum heima. Svo sátum við í lestinni og biðum eftir að fjölskyldur okkar hringdu en ekkert gerðist. Ekki eitt einasta símtal með jólakveðju. Ég var orðin heldur betur svekkt að móðir mín væri búin að gleyma mér og hringdi ekki einu sinni til að athuga hvort ég væri á lífi. Ég er búin að vera í Kína í 3 og hálfan mánuð og hún hefur hringt EINU SINNI í mig á öllum þessum tíma takk fyrir, og EKKERT systkina minna hefur hringt. Raggi er búinn að vera hérna í 2 og hálfa viku og mamma hans og pabbi hringja annan hvern dag, systkini hans hafa hringt og mágur og ég veit ekki hvað!! Ekki alveg sama umhyggjan um mig, mamma, ha ha!!! ;-) En jæja, við vorum sum sé í lestinni að bíða eftir símtali og ég að bölva því að mamma hringdi ekki einu sinni í mig á jólunum. þá rann það upp fyrir okkur að símakortið hafði klárast og þá er ekki hægt að hringja. Við drifum því í því að kaupa nýtt símakort þegar við komum til Xi'an. Vorum rétt búin að fylla á símann þegar foreldrar Ragga hringdu guðslifandi fegin að ná loksins í okkur. Ég bjóst við því að mamma gæti verið orðin áhyggjufull að hafa ekkert náð í mig og fór í ofsaleit að internet kaffihúsi sem ég fann loksins og sendi henni sms um að síminn væri kominn í lag og hún gæti hringt í mig. Það gerði sú gamla stuttu síðar og var voða gaman að heyra í henni. Jæja, þá spurði ég hana hvort hún hefði verið búin að reyna að hringja mikið yfir jólin. Svarið: "Nei, nei, ég gleymdi því nú bara alveg, gott að þú minntir mig á það núna Tóta mín." Það var sum sé eins og ég hélt. Ég STEINGLEYMDIST á jólunum!!! En Raggi auðvitað kom með útskýringuna á þessu. Hann sagði að hún væri örugglega smeyk um að verða skráð í kommúnistaflokkinn ef hún hringdi of mikið til Kína. Ég er að hugsa um að halda mig við þá skýringu líka. En jæja, þá er ég búin að kvarta og þá hefst ferðasagan. Við flugum sum sé til suður-Kína frá Beijing á föstudagsmorgni og fórum beinustu leið til Guiyang sem er um 1,5 milljón manna borg. Þar gistum við eina nótt. Þaðan ákváðum við að fara til Anshun sem er 300.000 manna bær aðeins sunnar en Guiyang sem skartar hinum fögru Long Gong hellum, Huashu????(finn nafn seinna) fossum og fleiru. Gistum þar í 2 nætur. Fórum svo aftur til Guiyang og tókum 27 tíma lest í svefnvagni til Xi'an. Þar gistum við í 2 nætur í alveg yndislegu Youth Hosteli og skoðuðum þar Terracotta stríðsmennina og fleira. En við byrjuðum sum sé í Guiyang. Því miður vantar fyrstu myndirnar þaðan þar sem þær eru á gömlu myndavélinni minni. Raggi gaf mér nefnilega rosa fína myndavél í jólagjöf og þessar myndir allar eru teknar á hana. Hina myndavélina lánaði ég Dögg sem ákvað að vera aðeins lengur á ferðalagi og því verða þær að bætast við bara síðar. Þessi mynd er hins vegar tekin á leiðinni á rútustöðina til Anshun. Sáum þá þennan fína garð með Parísarhjóli og öllu og frestuðum við því ferðinni til Anshun í nokkra klukkutíma og fórum í þennan fallega skemmtigarð.

Þessi mynd er svo tekin úr Parísarhjólinu yfir Guiyang borg. Við vorum einu vesturlandabúarnir á svæðinu held ég. Sáum allavega engan annan allan tímann og það var starað svo mikið á okkur að mér leið eins og ég væri dýr í dýragarði. Við fórum að borða á veitingastað og fengum sæti við glugga sem var frekar stór og þar fyrir utan stoppaði fólk og starði á okkur borða. Mjög óþæginlegt. Raggi tók upp á því að stara á móti og brosa og þá fór fólk venjulega bara að hlæja, eins og hann hefði gert eitthvað voða fyndið. Ég hins vegar reyndi að leiða þetta hjá mér. En ég verð samt að segja að Kínverjar eru held ég yndislegasta fólk sem ég veit um. Það eru allir svo hjálpsamir og gera allt til að aðstoða og þau eru svo jákvæð og brosa alltaf og hlæja og eru bara yndisleg. Mér finnst ég vera öruggari í versta krummaskuði í Kína heldur en í Reykjavík. Guiyang er einmitt í fátækasta héraði Kína og er þekkt fyrir að vera verst í Kína hvað varðar vasaþjófnað. En hvar sem við fórum og vorum að spyrja til vegar þá þyrptist fólk að til að hjálpa. Spurðum kannski einn úti á götu og fyrr en varði vorum komnir 10 manns, allir að reyna að skilja okkur og leggja til orð og orð á ensku til að koma okkur á áfangastað. Alveg frábært fólk!!!

Guiyang úr Parísarhjólinu


Mér var ekkert alveg sama þarna uppi og er líklega að velta fyrir mér ryðguðu festingunum sem héldu okkur uppi. Þetta var ekkert háklassa parísarhjól. Ó NEI. Og ekki bætti úr skák að Raggi gat ekki setið kyrr.

Önnur mynd af Guiyang.


Þessi kona sat og spilaði á þetta hljóðfæri sem er mjög fallegt og gaman að hlusta á.


Þessi höll stóð við garðinn og mér sýndist hún vera bara í eyði sem er þvílík synd miðað við hvað þetta er fallegt hús. Það er örugglega hægt að kaupa það fyrir 1,8 milljón íslenskar ;o)


Þá erum við komin í Anshun sem er um 270.000 manna bær aðeins sunnan en Guiyang, ferðin tók ca. 2 tíma með rútu. Fengum voða fínt hótel sem við bjuggumst nú ekki við þegar við komum í bæinn þar sem þetta var á mest niðurnýddasti staður sem ég hef komið á. Hvert hús að hruni komið og ég hefði getað svarið það að þau væru flest eyðibýli en þá sá maður fólk vera að elda og einnig var oftast þvottur úti á snúrum. En hótelið var voða fínt og kostaði okkur bara ca 600 kall á mann nóttin. Allir voða yndælir en það tók voða langan tíma að kaupa herbergi hér þar sem þau skildu ekki orð í ensku og við með orðabókina að reyna að tjá okkur á kínversku sem getur oft verið mjög erfitt. En það hófst allt saman.


Þessi mynd er tekin á alveg yndislegum veitningastað í Anshun. Fundum loksins stað sem hét ekki e-ð "hundakjötsstaðurinn" eða e-ð svoleiðis. Hundakjöt er nefnilega aðalfæðan á þessu svæði Kína. Í gluggum flestra veitingastaða mátti sjá hundaskrokka hangandi, þurrkaða, í legi eða hvernig sem var. En þessi staður var ekki með svoleiðis og það sem meira var og kom okkur mjög skemmtilega á óvart þá gátu þeir grafið upp matseðil á ensku. Getið ekki ímyndað ykkur hvað Raggi var glaður þegar hann sá að þeir áttu T-bone steik. Hann var búinn að kvarta og kveina yfir hungri allan tímann og af og til hrökk upp úr honum "helvítis hrísgrjón alltaf hreint". En þetta bjargaði honum og endurheimti hann að nýju lífsviljann eftir þennan mat.


Daginn eftir var haldið af stað til Long Gong hella sem eru í 27 km fjarlægð frá Ashun. Fórum í þessu rúgbrauði og þá föttuðum við að við vorum ekki á mesta ferðamanna tímanum enda komumst við að því í Long Gong að við vorum algerlega einu túristarnir á svæðinu.


Lagt af stað til Long GongSvona var allt umhverfið, í þessum fjöllum. Alveg yndislega fallegur staður.

Í Long GongÍ Long GongÍ Long Gong


Fórum í báti hluta af leiðinni og af og til sáust hús sem fók bjó í, þó ótrúlegt virðist, og þarna er ein að þvo þvottinn sinn í læknum.


Svo þegar við komum af bátunum þyrptust að okkur eldgamlar, tannlausar kerlingar að selja okkur reykelsi. Við keyptum nú slatta þar sem þær voru svo yndislegar og hlógu svo mikið og þær gátu alveg hlupið mann uppi þó maður strunsaði í burtu. Mjög liprar á fæti.


Svo voru svona lítil þorp inni á milli og þegar við komum nær hentist út fólk á öllum aldri að selja reykelsi.


Börn jafnt sem gamalmenni eltu okkur lengi vel að reyna að selja okkur reykelsi sem við vorum komin með nóg af.


Raggi gat ómögulega sagt nei við þær gömlu, hann hefði gifst þeim ef þær hefðu spurt og ef hann hefði skilið, hann verslaði af hverri einustu sem voru allar voða ánægðar með hann.


Svo allt í einu í miðjum helli birtust þessi risastóru líkneski af Big Belly Buddah. Vorum allt í einu komin í munkahof þar sem við gátum beðið og brennt nýkeyptu reykelsin okkar auðvitað. Munkarnir voru voða vingjarnlegir og þarna var líka hægt að fá ÓKEYPIS reykelsi. Hlógum mikið af því hvað gömlu kerlingarnar voru sniðugar. Fá ókeypis reykelsi frá munkunum og selja ferðamönnum rétt áður en þeir föttuðu að þetta var frítt. En við sáum ekki eftir þessum 30 krónum sem við eyddum í þær.


Svo var beðið og reykelsi brenndog beðiðog munkarnir voru mjög almennlegir og töluðu svolitla ensku. Þegar maður fór á hnén að biðja þá slógu þeir á svona gong. Þetta var allt mjög ævintýralegt.


Dögg að athuga hvort kvenfólk geti orðið meðlimir í munkareglunni.Eins og sérst hérna vorum við hálfpartinn inni í helli, skil ekki hvernig þeir komu öllum þessum líkneskjum þarna upp.


Svo fórum við inn í marga svona hella sem voru alveg einstaklega fallegir með alls konar steinum inní.


Og slóðar inn á milli steinanna


Svo vorum við komin efst á eitt fjallið og þá sáum við þessa víra lengst niður fjallið yfir á hina hæðina á móti og svo var okkur skellt í rólur og þetta var allt ryðgað og við pissuðum næstum í buxurnar og svo húrruðum við niður og áttum að bremsa þegar maðurinn á móti veifaði rauðum fána. Mjög gaman svona eftirá.


Dögg að koma á fleygiferð


Komum svo niður í þennan dalFórum svo eftir þessum slóða niður í dalinn og vorum eina fólkið á svæðinu sem var mjög gaman.


Hérna inn fórum við svo á enn einum bátnum, þarna inni var þvílíkur hellir, voru ca. 20 mínútur að sigla í gegnum, ég set hér að ofan myndband sem ég tók þarna inni.


Inni í hellinum


Kínverjar eru voða mikið að skreyta með ljósum sem minna óneitanlega mikið á jólaseríur, en ætli þetta hafi ekki bara átt að birta aðeins til í hellinum


Hérna komum við út, myndband uppi frá þessu líka.


Þá komum við að svæði þar sem tóku á móti okkur ungar stúlkur í þjóðbúningi Miaoa. Við vorum auðvitað klædd í svipaðan dúr og teknar myndir.
Dögg að versla hnetur af þessari gömlu sem var alveg tannlaus og hló og grínaðist allan tímann


Næta dag fórum við að þessum fossi sem er í um 65 km fjarlægð frá Anshun, þarna voru fleiri ferðamenn á ferð en allir kínverskir, enginn vesturlandabúi. Mjög fallegur staður líka.

Ég og Dögg við fossinn

Raggi við fossinn.

Þetta er á móti fossinum og langa línan sem sérst fjærst er þótt ótrúlegt megi virðast, nýtískulegur rúllustigi. Maður borgaði 200 kall og þá fór maður í rúllustiga upp alla leiðin sem maður hafi prílað niður. Kínverjar eru líka svo dramatískir í nafngiftum, það er allt himneskir garðar og allt í þeim dúr. Þessi stigi hét t.d. THE GREAT ESCILATOR. Það er sko allt great eða amazing, heavenly og fullt af harmony o.fl.

Dögg og Raggi við fossinn

Fossinn


Svo var farið í lestin sem lýst var hér í upphafi ferðasögunnar. Aðfangadagskvöld og í matinn er bjór og Kentucky Fried Chicken sem var keyptur á hlaupum í Guiyang áður en við náðum lestinni. Set myndbönd úr lestarferðinni hérna á næsta bloggi að ofan.Komin loksins til Xi'an. Momum um miðnætti og fórum beint að sofa. Vorum svo glöð að komast að því að allir hér í bæ tala ágætis ensku sem var þvílíkur léttir. Gátum því pantað ferð daginn eftir sem fór á 4 staði, Terracotta stríðsmennina, gröf Qin emperor (sem Terracotta stríðsmennirnir eru að vernda), heit böð sem voru byggð fyrir e-a keisaraynju og fornleifastað sem fannst fyri nokkrum tugum ára síðan og sýndi gamla byggð á þessum slóðum. Það var mjög óspennandi og ég tók ekki mynd þar. En þessi mynd er tekin fyrir utan verksmiðju þar sem allar terracotta styttur sem seldar eru í dag eru gerðar. Tekur alveg óhemjum tíma að gera eina styttu og ég og Raggi keyptum tvær litlar.
Þær eru líka gerðar í fullri stærð og það er hægt að panta svona styttu og fá sent í pósti. Fínt að láta tvær svona vernda Grænhól. Éeldanú.
Dögg langaði í þennan með heim, þið sjáið stærðina á þessu.
Þetta er í heitu böðunum, þetta var húsið þar sem keisaraynjan þurrkaði á sér hárið, hús undir bókstaflega allt. Sum sé hárþurrkuhúsið.
Þarna erum við komin að gröf Qin keisara sem Terracotta vernda, þarna var einhver sýning í gangi.
Gröfin er sum sé inn í þessum manngerða hól en maður kemst ekki að henni, einungis upp á hólinn. Þeir hafa ekki enn grafið að gröfinni. Um 600 manns komu að byggingu grafarinnar og voru þeir allir drepnir að þeirri byggingu lokinni til að halda staðnum leyndum. Keisari þessi gerði margt gott, t.d. sá hann um byggingu kínamúrsins. En hann var svolítið geðveikur, lét brenna allar bækur og grafa fræðimenn lifandi sem hann taldi að væru honum óhlynntir. Hann var því gífurlega hataður og flest sem hann gerði var eyðilagt af æstum múgi. En gröfin var látin í friði af því hann hafði passað svo mikið upp á að halda henni leyndri. Það er talið að þar inn séu alls konar efnavopn og fleiri varnir til að ekki sé hægt að opna hana enda hefur það enn verið látið ógert. Þá er talið að með honum hafi verið grafinn gífurlegur fjársjóður.

Og þá er komið að sjálfum terracotta stríðsmönnunum. Þetta er alveg stórkostleg sýn en maður kemst ekki mjög nálægt þeim. Það var fátækur bóndi sem fann grafirnar þegar hann var að grafa brunn eftir vatni í einu þurrkatímabili. Þeir skipta þúsundum og eru allir í rúmlega mannstærð. Þeim er skipt eftir titli og þarna eru líka hestar og fleira í þeim dúr.


Hér er einn sem er á safninu svo maður geti skoðað nálægt. Þetta er svo nákvæmlega unnið að það er með ólíkindum. Allt frá slaufunum á skónum til fléttanna í hárinu er allt gert nákvæmlega og þessi stelling er, ef skoða frá hlið, hin fullkomna stelling þar sem hún er eins og héraðið á landakorti. Já já svona er þetta bara!!!
Hérna koma svo nokkrar myndir frá stærstu múslimamoskvu í Kína, fórum í múslimahverfið sem var mjög skemmtilegt að skoða og er í Xi'an. Þetta var mjög skemmtileg ferð og yndislegt fólk sem vann þarna. Þetta eru sko kínverskir múslimar.


Þarna inni er beðið, fengum ekki að fara inn.

Bell Tower, séð út úr hótelglugganum okkar. Ferðinni lokið og fórum heim þetta kvöld.
Næst verðu Beijing skoðuð, á eftir að fara með Ragga í Kínamúrinn og fleira og set myndir af því innan bráðar.