mánudagur, janúar 14, 2008

Komin heim


Halló gott fólk, jæja þá er ég komin heim til Íslands á ný. Ákvað að stytta dvöl mína og vera bara fyrri önnina og taka þá síðari bara heima á Akureyri og er voða glöð að vera komin heim, var búin að gleyma hvað er gott að anda að sér hreinu lofti. En þetta var frábær tími, hefði viljað vera lengur ef þeir hefðu ekki bara skellt á okkur tveggja mánaða fríi. Skólinn átti sum sé að byrja aftur í lok febrúar. Þannig að ég ákvað að koma bara heim og vinna í BA ritgerðinni minni sem ég hefði ekki beint getað gert úti með allar þessar lokuðu heimasíður og ekki rík bókasöfn með bókum um vændi, sem er umfjöllunarefni BA ritgerðarinnar minnar. En allavega, ég kom heim á afmælisdaginn minn og við fórum norður og komum öllum á óvart. Mamma þurfti að líta á mig 3 sinnum áður en hún fattaði og missti kjálkann niður á gólf. En þetta er yndislegt, hélt smá afmælisveislu fyrir fjölskylduna í gær sem var mjög gaman. En ég er sum sé orðin þrítug. Ég þakka öllum sem sendu mér kveðjur, veit að sumir reyndu að ná í mig í símann sem er ekki hægt ennþá, á eftir að láta opna íslenska númerið, er bara með það kínverska. Koss og knús til ykkar allra.

2 Comments:

At 9:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jeiii Jeiii velkomin heim elsku besta tóta :) hlakka svoooo til að hitta þig og ná nokkrum kaffibollum með þér... knús og kossar og enn og aftur velkomin í hóp "the real women"

 
At 9:54 e.h., Blogger Dagný Rut said...

Gott að vera búin að fá þig aftur á landið Tótan mín! Nú þurfum við bara að fara að hittast almennilega... jafnvel yfir nokkrum bjórum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home