mánudagur, janúar 07, 2008

Bei Hai Park

Fórum í Bei Hai Park í Beijing, mjög fallegt en samt engin Summer Palace.


Níu dreka veggurinn í Bei Hai Park7 Comments:

At 3:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Tóta mín!

Til hamingju með afmælið!!! :)

Áttu ekki alveg 100% afmæli í dag annars, já og gott ef ekki stórafmæli? Ég treysti því bara.

Hafðu það nú ljómandi gott svona í restina (ég treysti því að afgangur skólaársins rjúki hjá nefnilega, alltaf leiðinlegt að kveðja kærasta og svona í langan tíma, ekki alltaf jafn gaman að vera í útlöndum þá) af dvölinni.

Koss og knús til Kína frá Spáni!

Stebba litla frænka.

 
At 5:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Tóta mín og til hamingju með afmælið. Náði ekki sambandi við þig á Skypinu þegar ég kom heim úr vinnunni eins og ég ætlaði, þú varst ekki inni og við gátum ekki hringt í þig. Verð bara að senda þér þúsund kossa hér. Mamma biður kærlega að heilsa hún er ekki hress núna. Er búin að vera að drepast í mjöðminni og getur ekki legið út af. Er búin að vaka í fjóra daga. Búin að fara í ómskoðun og sneiðmynd og hvað það heitir nú allt og allt virðist vera í himnalagi nema að hún er að drepast úr verkjum. Hún fékk einhver hrottaleg verkjalyf í dag og henni verður svo óglatt af þeim að hún getur ekki talað. Gaman hjá henni. Allavega hún sendir kærar kveðjur og Selma líka og svo örugglega allir hinir vitleysingarnir mínir. Heyrði í Ragga áðan. Var að koma í Borgarnes á leið heim. Hringdi líka í hann í gær þegar ég heyrði um alvarlegt bílslys jepplings á Hrútafjarðarhálsi og fékk hland fyrir hjartað því ég hélt að Raggi væri á leiðinni í gær en það reyndist ekki vera, Sjúkk. Heyri í þér vonandi fljótt. Hafðu það gott sem eftir lifir afmælisdagsins (eru það nema nokkrar mínútur, eða er hann kannski liðinn) og alla daga bara. Þín systir Sigga

 
At 8:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Tóta mín og til hamingju með daginn. Vonandi gengur allt vel hjá þér í Kína ef ég þekki þig rétt þá rúllaru upp skólanum:-)
Afmæliskveðja frá Íslandi
Didda

 
At 9:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló Tóta!Innilega til hamingju með afmælið,vonandi er stuð hjá þér.Hafðu það nú voða gott þangað til að þú kemur heim.Kossar og knús.Hildur ,Vignir og Sölvi

 
At 6:48 f.h., Blogger Ella said...

Hæ Tóta mín og til hamingju með afmælið í gær!
Ég ætlaði að hringja í þig en fann hvergi kínverska númerið þitt sem ég var með einhvern tíman.
Ég vona að þú hafir það svakalega gott hvar sem þú ert, það verður því miður nokkuð langur tími þar til ég get smellt á þig afmæliskossi svo Raggi verður að sjá um það í bili:)
Bestu kveðjur frá Indlandi
Ella

 
At 12:00 e.h., Blogger Víkingur said...

Til hamingju með stórafmælið frænka! Ég skila venjulega öllum verkefnum 3 dögum of seint þannig að það er fínt að hafa það líka þannig með afmæliskveðjurnar ;)
Hafðu það gott í Kína, en þar er venjulega allt í fína :p
kv. Víkingur

 
At 4:04 e.h., Blogger Tóta Víkings said...

Takk fyrir afmæliskveðjurnar þið góða fólk, bíð ykkur bara í kaffi þegar þið komið til Akureyrar. Tóts

 

Skrifa ummæli

<< Home