fimmtudagur, október 25, 2007

Skoðunarferð með skólanumÍ fyrradag fórum ég og Dögg með skólanum í skoðunarferð á þrjá staði í Beijing. Með okkur voru um 20 aðrir nemendur úr CUPL (sem er skólinn okkar, China University of Political Science and Law). Við byrjuðum á því að fara á fornleifastaðinn þar sem Peking maðurinn fannst. Það var allt í lagi, sáum hellana þar sem leifar hans fundust, gamlar beinagrindur og verkfæri sem Peking maðurinn notaði til veiða og til að kveikja eld og svoleiðis. Eftir það fórum við í helli sem heitir Silver Fox Cave. Ég hef aldrei á ævinni komið á svona flottan stað. Fórum niður endalausar steintröppur oní helli í 150 metra dýpi og þurftum stundum að ganga kengbogin inn í endalausum göngum. Niðri voru svo þúsundir allskonar litríkra dropasteina sem myndast hafa á náttúrulegan hátt. Hellirinn dregur nafn sitt af einum steini sem er eins og refur í laginu, skjannahvítur og með áferð sem lætur hann líta út fyrir að vera loðinn. Hvíta myndin hér að ofan er af þessum steini! Neðst niðri fórum við svo í einhverja blikkdós sem var bátur og bátsmaðurinn dró okkur eftir köðlum á vatni lengst inn einhver göng og þurftum við stundum að leggjast alveg ofaní bátinn til að fara um þröng op (sjá mynd hér að ofan). Það var því ekki nóg pláss til að koma fyrir árum. Ekki góður staður fyrir þá sem eru með innilokunarkennd myndi ég halda. Fórum svo til baka í annarri blikkdós sem var lest og þar tróðums við inn og var rúllað að innganginum þar sem við þurftum að klifra upp endalausar tröppur til að komst upp. Eftir þetta fórum við í elsta Búddahtemple í Beijing sem var mjög fallegt og kyrrsælt. Það voru fáir ferðamenn þarna og alls staðar voru munkar að biðja og kyrja og það var alveg yndislegt. En hellirinn var samt besta við þessa ferð enda vorum við inni í honum í ca. 3 klukkutíma. Var eins og að koma inn í annan heim. Set aðrar myndir hér að ofan af Hofinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home