fimmtudagur, október 25, 2007

Kuldi og verðlag.


Það er farið að kólna frekar mikið hér í Kína á kvöldin. Í dag var samt gott veður og ég var bara í stuttermabol úti en á kvöldin þarf maður að vera í peysu og jakka. Það er því farið að vera svolítið kalt í íbúðinni okkar. Við ætluðum því að kveikja á ofnunum í íbúðinni en fundum enga leið til að fá þá til að virka enda engir takkar eða snúningsskífur til að hækka og lækka. Við hringdum því í konuna sem reddaði okkur íbúðinni, fasteignamiðlarann, og spurðum hvernig við ættum að kveikja á ofnunum. Komumst þá að því að til er eitthvað sem heitir Central Heating Agency í Kína, eða eitthvað álíka, og þeir stjórna hitanum á ofnunum. Það er því ekkert kveikt á ofnunum í Beijing fyrr en um miðjan eða í lok nóvember og þá verða þeir ekki einu sinni mjög heitir. Íslensku strákarnir sem hafa búið hér í nokkur ár voru einmitt að segja okkur að á veturna verði svo kalt í íbúðunum að þeir sitji inni í peysu og úlpu alla daga. Sá að hægt er að kaupa svona olíuofna og ætli það sé ekki bara stefnan til að við drepumst ekki úr kulda.

Fyrir utan kulda og hundadráp er rosa fínt að vera hérna. Rosalega góður og ódýr matur. Fórum í gær á veitingahús og vorum 5 saman. keyptum 5 rétta geðveikt góða máltíð, 4 bjóra og fimm skammta af hrísgrjónum og borguðum fyrir þetta 90 RMB sem er ca. 770 íslenskar krónur. Svo erum við með skúringakonu sem kemur og þrífur íbúðina okkar einu sinni í viku. Henni borgum við 10 RMB á klukkutíma, sem er ca. 85 íslenskar krónur. Við tökum líka leigubíl hvert sem við förum og kostar það svona 85 ISK fyrir 15 min ferðalag, en annars getum við tekið subway sem kostar 17 ISK á mann og fer út um alla Beijing. Bjór í búð, stór flaska, kostar kannski svona 40 ISK en maður getur keypt hann ódýrari. Það sem er dýrt í Beijing er kaffi, bollinn á kannski 200 ISK og það er bara happa glappa hvort maður fær gott kaffi eða te með smá instant kaffi í. En erum búin að finna nokkur kaffihús sem búa til gott alvörukaffi. Við erum því bara að njóta lífsins eins og er. Förum líka í nudd annan hvern dag. Það er nuddstofa á neðstu hæðinni í blokkinni okkar og þar fer ég oft í klukkutíma fótanudd sem kostar 48 RMB eða 400 ISK.

Já, svo gleymdi ég að segja að ég kláraði BA ritgerðina mína í heimspeki og er að útskrifast úr HÍ núna á laugardaginn. Ykkur er boðið í veislu, ef þið komið ykkur sjálf til Beijing :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home