laugardagur, október 27, 2007

Þrumur og eldingar


Himininn er að springa! Hélt að það væri byrjað stríð, að það væri verið að varpa sprengjum á Beijing. En komst svo að því mér til mikils léttis að það eru bara þrumur og eldingar og þá er ég að tala um þrumur og eldingar. Hávaðinn er svo mikill að ég get ekki sofnað, og af og til birtir í herberginu hjá mér líkt og sé dagur. Þetta er rosalegt. Erum búin að sitja úti í glugga og horfa á ósköpin og það rignir líka eins og hellt sé úr fötu. Það lítur út fyrir að ætla að verða mengunarlaus dagur á morgun sem betur fer. Hlakka til að sjá bláan himin á ný.

Annars var ég að útskrifast úr heimspekinni í dag en hélt nú reyndar ekki upp á það. Fór ekki einu sinni út að borða. Erum að gera frekar strembið verkefni í mannréttindalögfræðiáfanganum sem við erum að taka í fjarnámi frá HA svo dagurinn fór bara í það. Ætlaði að fara snemma að sofa og vakna snemma á morgun til að læra en veðrið er ekki að taka tillit til mín.

föstudagur, október 26, 2007

Frétt í Mogganum í dag!


,,Erlent AFP 26.10.2007 6:33
Mengun og þoka lama Peking
Börn og eldra fólk í Peking er ráðlagt að halda sig innandyra þar sem þykkt mengunarský hangir yfir borginni í dag. Síðast í gær varaði háttsettur embættismaður ólympíunefndarinnar við því að mengun gæti truflað leikana sem haldnir verða á næsta ári. Mengunin er svo mikil í borginni í dag að talin er hætta á því að öldungar og börn geti veikst af öndunarfærasjúkdómum fari þeir út."

Ég er sem betur fer búin að vera inni í dag að læra en tók einmitt eftir því að ég sá í blokkina á móti okkur en ekki í blokkina þar fyrir aftan. Ógeðslega grár dagur. Daði og Hrafnhildur voru að hjóla úti í dag og voru að tala um að þau væru með pirring í hálsinum og hósta. Beijing er ein af 10 menguðustu borgum í heimi svo maður bjóst svo sem alveg við þessu.
Myndin er N.B. ekki frá því í dag. Er tekin í Fornboðnu Borginni (Forbidden City) í miðbæ Beijing.

fimmtudagur, október 25, 2007

Kuldi og verðlag.


Það er farið að kólna frekar mikið hér í Kína á kvöldin. Í dag var samt gott veður og ég var bara í stuttermabol úti en á kvöldin þarf maður að vera í peysu og jakka. Það er því farið að vera svolítið kalt í íbúðinni okkar. Við ætluðum því að kveikja á ofnunum í íbúðinni en fundum enga leið til að fá þá til að virka enda engir takkar eða snúningsskífur til að hækka og lækka. Við hringdum því í konuna sem reddaði okkur íbúðinni, fasteignamiðlarann, og spurðum hvernig við ættum að kveikja á ofnunum. Komumst þá að því að til er eitthvað sem heitir Central Heating Agency í Kína, eða eitthvað álíka, og þeir stjórna hitanum á ofnunum. Það er því ekkert kveikt á ofnunum í Beijing fyrr en um miðjan eða í lok nóvember og þá verða þeir ekki einu sinni mjög heitir. Íslensku strákarnir sem hafa búið hér í nokkur ár voru einmitt að segja okkur að á veturna verði svo kalt í íbúðunum að þeir sitji inni í peysu og úlpu alla daga. Sá að hægt er að kaupa svona olíuofna og ætli það sé ekki bara stefnan til að við drepumst ekki úr kulda.

Fyrir utan kulda og hundadráp er rosa fínt að vera hérna. Rosalega góður og ódýr matur. Fórum í gær á veitingahús og vorum 5 saman. keyptum 5 rétta geðveikt góða máltíð, 4 bjóra og fimm skammta af hrísgrjónum og borguðum fyrir þetta 90 RMB sem er ca. 770 íslenskar krónur. Svo erum við með skúringakonu sem kemur og þrífur íbúðina okkar einu sinni í viku. Henni borgum við 10 RMB á klukkutíma, sem er ca. 85 íslenskar krónur. Við tökum líka leigubíl hvert sem við förum og kostar það svona 85 ISK fyrir 15 min ferðalag, en annars getum við tekið subway sem kostar 17 ISK á mann og fer út um alla Beijing. Bjór í búð, stór flaska, kostar kannski svona 40 ISK en maður getur keypt hann ódýrari. Það sem er dýrt í Beijing er kaffi, bollinn á kannski 200 ISK og það er bara happa glappa hvort maður fær gott kaffi eða te með smá instant kaffi í. En erum búin að finna nokkur kaffihús sem búa til gott alvörukaffi. Við erum því bara að njóta lífsins eins og er. Förum líka í nudd annan hvern dag. Það er nuddstofa á neðstu hæðinni í blokkinni okkar og þar fer ég oft í klukkutíma fótanudd sem kostar 48 RMB eða 400 ISK.

Já, svo gleymdi ég að segja að ég kláraði BA ritgerðina mína í heimspeki og er að útskrifast úr HÍ núna á laugardaginn. Ykkur er boðið í veislu, ef þið komið ykkur sjálf til Beijing :-)

Varúð - ógeðsleg saga!!!

Ég heyrði svo ógeðslega sögu í gær að ég fór næstum því að skæla!!! Svo er mál með vexti að í Kína eru hundar herramanns matur. Ég er búin að vera að REYNA að réttlæta þetta í huganum þannig að þeir viti bara ekki af þessu, þetta sé bara eins og með ærnar og kýrnar og allt það en þetta er samt eitt sem ég mun aldrei smakka!! Apaheilar, slöngur eða kóngulær, já takk, allt frekar en hunda. Svo var íslenski strákurinn, sem Daði hitti á Subway-inu, að segja okkur frá því að hann hafi farið í gamla hverfið í Beijing sem er svona í gömlum stíl og sýnir hina fornu hlið borgarinnar. Þar sá hann mann vera að drepa tvo hunda. Hann var í hægindum sínum að skera höfuðið af öðrum hundinum á meðan hinn hundurinn horfði á og skalf á beinunum og ýlfraði. Þvílíkur hryllingur, ég tárast bara við að skrifa þetta. Ég þakka guði fyrir að hafa ekki séð þetta með eigin augum!

Elsta Buddah hofið í Beijing


Hér eru nokkrar myndir frá elsta Buddah hofinu í Beijing!

Skoðunarferð með skólanumÍ fyrradag fórum ég og Dögg með skólanum í skoðunarferð á þrjá staði í Beijing. Með okkur voru um 20 aðrir nemendur úr CUPL (sem er skólinn okkar, China University of Political Science and Law). Við byrjuðum á því að fara á fornleifastaðinn þar sem Peking maðurinn fannst. Það var allt í lagi, sáum hellana þar sem leifar hans fundust, gamlar beinagrindur og verkfæri sem Peking maðurinn notaði til veiða og til að kveikja eld og svoleiðis. Eftir það fórum við í helli sem heitir Silver Fox Cave. Ég hef aldrei á ævinni komið á svona flottan stað. Fórum niður endalausar steintröppur oní helli í 150 metra dýpi og þurftum stundum að ganga kengbogin inn í endalausum göngum. Niðri voru svo þúsundir allskonar litríkra dropasteina sem myndast hafa á náttúrulegan hátt. Hellirinn dregur nafn sitt af einum steini sem er eins og refur í laginu, skjannahvítur og með áferð sem lætur hann líta út fyrir að vera loðinn. Hvíta myndin hér að ofan er af þessum steini! Neðst niðri fórum við svo í einhverja blikkdós sem var bátur og bátsmaðurinn dró okkur eftir köðlum á vatni lengst inn einhver göng og þurftum við stundum að leggjast alveg ofaní bátinn til að fara um þröng op (sjá mynd hér að ofan). Það var því ekki nóg pláss til að koma fyrir árum. Ekki góður staður fyrir þá sem eru með innilokunarkennd myndi ég halda. Fórum svo til baka í annarri blikkdós sem var lest og þar tróðums við inn og var rúllað að innganginum þar sem við þurftum að klifra upp endalausar tröppur til að komst upp. Eftir þetta fórum við í elsta Búddahtemple í Beijing sem var mjög fallegt og kyrrsælt. Það voru fáir ferðamenn þarna og alls staðar voru munkar að biðja og kyrja og það var alveg yndislegt. En hellirinn var samt besta við þessa ferð enda vorum við inni í honum í ca. 3 klukkutíma. Var eins og að koma inn í annan heim. Set aðrar myndir hér að ofan af Hofinu.

sunnudagur, október 14, 2007

Kínafréttir


Ni hao. Héðan er allt gott að frétta. Eitt vesen þó, ég get skrifað blogg, en ég get ekki opnað það og lesið sjálf. Já já, blessaðir Kínverjarnir búnir að loka á allar síður held ég sem innihalda orðið blogg en einhverra hluta vegna get ég komist inn á það og skrifað en ég get ómögulega farið og skoðað það sem ég skrifaði og ekki heldur lesið nein komment. En endilega kommentiði, það verður gaman að skoða það þegar ég kem heim eftir 7 mánuði :) Svo kemst ég inn á myspace síðuna mína, en ég get ekki farið og bloggað þar, þá er allt lok lok og læs. En allavega, þið getið sent mér skilaboð á myspace ef þið viljið koma einhverju áleiðis.

Við erum sum sé búin að redda skólamálum hér í Beijing, komin í réttan skóla, búin að skrá okkur hjá lögreglunni og svona svo þetta er allt að koma. Svo ætluðum við að framlengja dvalarleyfið og biðum í útlendingastofnuninni eða hvað það nú heitir í lengstu röð lífs míns (kaffibarsröðin er bara pís of keik). Svo var komið að okkur þá var okkur tilkynnt að við ættum eftir að fara til læknis og láta staðfesta heilbrigðisvottorðið okkar sem við komum með frá Íslandi. Við máttum því bara hunskast heim eftir 5 tíma vesen og förum núna á mánudagsmorgun á sjúkrahús að láta staðfesta vottorðið og svo bara aftur í röð!! Frekar leiðinlegt allt saman, en vonandi klárast þetta loks á morgun. Við erum að taka núna kúrs líka í fjarkennslu frá Háskólanum á Akureyri sem er fínt þar sem við byrjum ekki í skólanum okkar hér fyrr en 25 október. Komumst nefnilega að því þegar við vorum komin í réttan skóla hér að fyrsti kúrsinn er sami kúrsinn og kenndur var á öðru ári heima í HA (þá kom einmitt skiptikennari frá Kína til Akureyrar og kenndi þann kúrs og það er sami maður og er að kenna þennan kúrs hér). Svo við höfum ekkert að gera með að taka hann aftur (enda fékk ég 10 í honum heima ;-p). Í raun hefðum við því allt eins getað komið mánuði seinna hingað til Beijing en við gerðum og tekið fleiri kúrsa heima. En þetta er fínt, komin með fína íbúð og svona og gott að vera búin að klára þetta vesen allt sem við lentum í 7-9-13. En það er samt slæmt að hafa svona lítið skipulag á þessu. Hefði til að mynda verið mjög gott að fá stundartöfluna og svona strax svo við hefðum getað pantað flug heim um leið og við pöntuðum flugið út fyrir örlítið meiri pening. En í staðinn þurfum við að kaupa 2 stk one way ticket á miklu meiri pening. Óþolandi skipulagsleysi!!!!
P.s. sendi mynd af mér við uppáhaldsiðjuna mína...að borða með prjónum. Held ég borði bara svona framvegis, miklu betra!!!

En jæja, nú vill loksins einhver tala við mig á Skype svo bæ á meðan!

föstudagur, október 05, 2007

Kínamúrinn áfram


Svo eru svona hús á milli sem maður gengur í gegnum, er þar inni hérna!

Kínamúrinn fleiri myndir


Múrinn er ekkert smá brattur, var stundum nánast 90 gráðu halli! Kannski ekki alveg, en þannig að ég þurfti að hanga í handriðinu. Ef það verður snjór eða hálka í desember þegar Raggi kemur veit ég ekki hvernig við eigum að komst almennilega upp. Sjáum til. Þarna var hins vega rúmlega 30 stiga hiti enda er ég skemmtilega sveitt og búin á því á þessari mynd ;-s

Torg hins himneska friðar


Fórum líka á Torg hins himneska friðar og í Forboðnu borgina. Hér er ég fyrir utan innganginn á Forboðnu borginni.

Kínamúrinn


Fórum og gengum upp að hæsta tindi Kínamúrsins um daginn. þessi hluti hans heitir Badaling, set hér smá mynd með, hæsti tindur sérst þarna í fjarska! Er komin á netkaffihús svo nú er allt að ganga vííííííí !!!!!!!!!!!!!

mánudagur, október 01, 2007

Haena i Kina

Hallo allir, ta er eg loksins komin i internet samband a einhverju internet kaffi her i Beijing. Komum a tridjudagskvold og vorum sott a flugvollinn af Kinverja sem er half Kanadiskur svo hann talar fullkomna ensku. Vorum a hoteli fyrstu nottina en forum a dormid i haskolanum eftir tad, en borgudum bara einn manud og erum ad reyna ad finna ibud naer baenum. Erum eins og krakkar, turfum ad vera komin heim fyrir 11 a kvoldinn annars erum vid bara laest uti. Erum mestmegnis bara buin ad sofa, vorum daud eftir 33 klst ferdalagid sem tok okkur ad komast hingad. En nu er allt ad komst a rol. Erum buin ad kynnast mjog skemmtilegu folki sem er ekkert nema hjalpheitin.Forum og gengum upp a haesta hluta Kinamursins og tad var gedveikt, forum lika a Torg hins himneska fridar og i Forbodnu borgina sem er risastor, gengum i heilan dag og skodudum hana og slepptum samt helmingi. Er alveg i midborg Beijing. Saum lika lik Maos formanns, hann er kaeldur og e-d i formalini inni honum og svo er hann syndur i nokkra daga, mjog sjaldgaeft. Mattum ekki gefa fra okkur hljod, gengum bara framhja, var i glerherbergi og breytt yfir allt nema andlitid og enginn komst ad. Voda gaman!
Erum voda mikid buin ad vera i pappirsvinnu i sambandi vid skolann og ta er alltaf tulkur med okkur sem gengur svona upp og ofan. En var allt i rugli tvi teir voru ekki med profile yfir okkur og ekkert var kennt a ensku nema nokkur namskeid sem voru kannski kennd a ensku ef kennarinn var tilbuinn og eitthvad kjaftaedi, og ekki bara um helgar eins og var hja Kinaforunum i fyrra. Svo loks hittum vid Bandarikjamann sem er i okkar skola og hann sagdi okkur ad vid vaerum i vitlausum skola. Er reyndar sami skoli en a bandvitlausum stad, eigum ad vera i odru hverfi tar sem allt er kennt a ensku og er meira international law. Hann var lika settur i vitlausan skola eins og vid en var buinn ad vera i manud svo hann akvad bara ad klara tetta. En vid erum ut i rassgati, bara ut i sveit svo vid viljum komast naer baenum og vera lika bara a laugardogum og sunnudogum i skolanum. Her er skoli alla daga, einn timi fyrir hadegi, annar kannski um kaffid, tridji um kvold og bara rugl, myndum turfa ad hanga her alla daga bara ad bida eftir naesta tima og ekki geta gert neitt, og svo kannski bara timar a kinversku. Uff alveg steypa. Svo erum vid alveg klunnar a mat, atum bara jogurt og vatn fyrstu dagana tvi vid kunnum ekkert a matinn, allir matsedlar a kinversku og svona, en eftir ad vid kynntumst fleira folki er tetta allt ad koma til.
Uhhh, ja, fekk lika kinverskt nafn herna uti. Gatu bara skilid Hyrna svo eg fekk nafni Haena!! Madur flytur til Kina og breytist i fidurfenad!
Set meira s'idar tegar min tolva getur tengst og ta set eg lika fullt af myndum hedan.