sunnudagur, apríl 30, 2006

Líndal-ritgerð

Þá er komið að aðalmálinu, skrifa lokaritgerð misserisins í kúrsinum hjá Sigurði Líndal! Hún verður um stofnun Hæstaréttar á Íslandi og ég hlakka bara svolítið til að fara að grúska í gömlum ritum á Amtbókasafninu. Þynnkan er að fara úr mér hægt og bítandi og ég er að verða tilbúin í lokaátökin. Raggi er að fara að flytja inn til mín í Smárahlíðina en annars eru allir að fara að flytja suður yfir sumarið og mér finnst það hálfsorglegt. Er á leið í fjölskyldu-dinner, kveð að sinni.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

What Sign Is Your True Love?

Raggi er bogamaður by the way :-)

Your True Love Is a Sagittarius

Why you'll love a Sagittarius:

Deep and philosophical, you'll love getting lost in hours of conversation with your Sag.
Your Sagittarius is curious and adventurous enough to keep you interested... not an easy task!

Why a Sagittarius will love you:

You're passionate about a few important issues, a kind of depth that Sagittarius finds very attractive.
You're outgoing, flexible, and up for almost anything. You and your Sag will have tons of adventures together.

Páskar og fleira

Komiði sæl. Þá eru páskarnir búnir þetta árið og ég sit sveitt á bókasafninu hérna á HA við það að ekkilæra. Fór fyrir tveimur vikum suður reyndar í ferminguna hennar Kristjönu, dóttur Nonna bró. Ég og Gunni bró keyrðum suður á laugardeginum og aftur norður á sunnudeginum eftir veisluna. Ekkert alltof gaman að fara svona fram og til baka án þess að stoppa að ráði. Svo var mér boðið í skírnina hjá litlu dóttur Eddu frænku næstu helgi á eftir en það var of mikið að læra og of margir gestir að koma norður til að ég nennti að keyra aftur í stutt stopp. Svo var heldur ekkert far nema löngu áður og ég hef lært það af reynslunni að ég læri ekki staf þegar ég skrepp suður. En stúlkan var skírð Snæfríður sem mér finnst mjög fallegt nafn enda ekki við öðru að búast af henni Eddu frænku en að hún veldi fallegt nafn. Ekkert Tíbetía Hrís eða önnur eins ósköp. Neibb, bara Snæfríður (Íslandssól) og ekkert annað. En annars er mér búið að leiðast skelfilega þessa páska og mjög líklega búin að drepa eina mús. Ástin mín, hann Raggi, fór nefnilega suður yfir páskana og kemur ekki eftur fyrr en um helgina sem þýðir að ég er ekki búin að sjá hann í 10 daga :-( Ég átti að sjá um að fæða músina hans á meðan en er víst ekki búin að standa mig nógu vel í því og nú er svo komið að ég þori varla að fara þangað, þar sem ég er dauðhrædd um að greyið sé komið yfir móðuna miklu sökum hungurs.
En annars er það að frétta að Selma mín fermist á sunnudaginn, eftir nokkra daga svo að þetta verður vonandi skemmtileg helgi. Kemur líklega slatti af fólki að sunnan sem er alltaf gaman. Svo fyrir þá sem ekki vita erum ég, Dögg og Raggi að flytja á Grænhól næsta haust og ætlum að leigja þar næstu 2 árin. Við Raggi fáum líklega einn Boxer hvolp frá systur Ragga. Það verður því slatti um dýr á Grænhóli. Einn Boxer, ein mús (vonandi, kemur í ljós í kvöld þegar ég fer að gefa henni að éta) og tvær skjaldbökur sem Raggi keypti af bróður sínum. Svo vill Dögg fá eina kú og Raggi vill fá nokkrar ær. Held að það sé reyndar bara til að geta kallað sig bónda. En ég get satt að segja ekki beðið. Raggi er kannski kominn með vinnu hér fyrir norðan í sumar og ætlar að flytja til mín í Smárahlíðina ef svo verður. Já, ég sem ætlaði sum sé aldrei aftur að búa með kærastanum mínum er að fara að fá kærastann inn til mín eftir 7 mánaða samband. Þetta er náttúrulega bara scary :-s En annars er það skárra en að missa hann í 4 mánuði út á sjó. Nógu erfitt að hann fari í 10 daga til Reykjavíkur.
Skólinn gengur annars vel. Fékk 10 um daginn í krossaprófi og 8 fyrir fag sem var 50% fall í svo að ég er mjög ánægð. Er núna í síðasta faginu og á eftir tvær ritgerðir og eitt próf. En mér er alveg sama því að mér finnst þetta sjúklega skemmtilegt. Væri til í að læra lögfræði í allt sumar og taka enga pásu ef ég fengi bara borgað fyrir það.
En nú er það bara lærdómurinn ef ég get slitið mig frá Íslendingabókinni. Var að finna aðgangsorðið mitt og er held ég búin að skoða alla sem ég þekki í 4 klukkutíma. Enginn úr bekknum skyldur mér nær en í 7. lið.
Góðar stundir börnin mín blíð og smá.